á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Þetta gengur ekki ..... þessi leti við að blogga. Ég er ekki alveg orðin nógu góð eftir þessi veikindi, er jafnvel að velta fyrir mér að heimsækja læknirinn aftur í næstu viku. Núna hósta ég út í eitt, þetta er bara leiðinlegt! Hvað um það hér er allt á kafi í snjó, sem að mér finnst nú bara vera frábært. Vildi óska að við hefðum tekið gönguskíðin okkar með. Fyrir ári síðan var allur gróður að byrja að springa út en núna er bara snjór!!! Maður getur nú samt séð á fréttaflutningi að Danir eru ekki vanir svona snjókomum. Bílarnir eru ekki á nógu góðum dekkjum og hægja á umferðinni eða bara stoppa hana. Nú svo koma líka blessuðu hertólin að góðum notum. Já, hér eru nefnilega skriðdrekar notaðir sem sjúkrabílar! Þeir eru notaðir í SNESTORM til að komast til bæja/húsa þar sem ekki hefur náðst að sópa göturnar hjá. Danir sópa götur og gangstéttir og svo eins og í dag þar sem að hitamælirinn segir plúsgráður þá er sandað og saltað! Það hjálpar ekki mikið. Það er bara meiri vinna fyrir okkur sem þurfum að hugsa um okkar heimili. Sandurinn kemur allur inn. Jæja ég læt þetta duga í bili. Það er best að fara hjálpa Gústa við að taka til! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|